Fræðsla
LESA með yfir 1.000 manns á biðlista
Birgir Hrafn
Fréttir
Meira en 1.000 foreldrar og kennarar hafa skráð börn á biðlista eftir LESA, nýjum íslenskum lestrarleik sem miðar að því að efla lesskilning og lestraráhuga barna með leikjavæddri nálgun.
LESA, nýi íslenski lestrarleikurinn sem Revera hefur þróað, hefur vakið óvænt mikinn áhuga frá fyrstu stundu. Á aðeins tveimur mánuðum hafa yfir 1.000 manns skráð sig á biðlista, bæði foreldrar og kennarar sem vilja prófa forritið með börnum sínum.
LESA byggir á leikjavæddri nálgun við lestrarnám og sameinar vandað íslenskt efni, persónubundna þjálfun og vonandi heimsins skemmtilegustu upplifun við að lesa. Markmiðið er að styrkja lesskilning og byggja upp jákvætt samband barna við lestur – í gegnum LESA heiminn sem þau sjálf vilja snúa aftur og aftur í.
Mikil þörf fyrir nýjar lausnir í lestrarnámi
Niðurstöður fyrstu kynninga á LESA sýna að foreldrar leita að lausnum sem virka bæði heima og í skóla. Kennarar hafa jafnframt lýst yfir áhuga á að nýta forritið sem viðbót við daglegt lestrarstarf, enda mun forritið búa yfir þeirri virkni að geta aðlagað sig að getu hvers barns (til að byrja með handvirkt) og svo auðvitað mun betri tölfræði sem nýtist þeim til að efla enn frekar lestur.
„Við höfum unnið lengi að því að skapa leik sem styður raunverulega við lestur. Þessar fyrstu viðtökur staðfesta að þörfin er til staðar og að við séum á réttri leið,“ segir Birgir Hrafn Birgisson, stofnandi Revera og hugmyndasmiður LESA.
Fyrsta útgáfa væntanleg haustið 2026
Næstu mánuði mun þróunarteymi LESA klára grunninn í leiknum, fínstilla leikjaflæði og ganga frá fyrstu ævintýraheimum og persónum. Fyrsta útgáfa forritsins verður síðan kynnt þeim sem eru skráðir á biðlista áður en hún fer í almenna dreifingu.
Þeir sem vilja tryggja sér aðgang að fyrstu prufunum geta skráð sig á biðlista á heimasíðu LESA. Áhugasamir fá þar uppfærslur um gang verkefnisins og tækifæri til að taka þátt í fyrstu notendaprófunum.















